Töltkeppni Heiðarskóla

Eftir hádegi í dag var haldin töltkeppni Heiðarskóla, 6 knapar tóku þátt að þessu sinni. Knaparnir stóðu sig með eindæmum vel, hestarnir stórglæsilegir og keppnin óvenju jöfn að þessu sinni. Töltmeistari Heiðarskóla 2020 var valin Linda Þórarinsdóttir, í öðru sæti var Rakel Ásta Daðadóttir og í þriðja sæti var Matthildur Svana Stefánsdóttir. Áralöng hefð er fyrir töltkeppni skólans og erum við að sjáflsögðu mjög stolt af þessari sérstöðu. Við þökkum öllum þátttakendum og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir þátttökuna - án ykkar væri þetta ekki mögulegt.