Töltkeppni Heiðarskóla

Töltkeppni Heiðarskóla var haldin í dag. Þrír knapar tóku þátt og eiga hrós skilið fyrir þátttökuna. Við erum afskaplega þakklát fyrir að geta haldið í gamlar hefðir um töltkeppnina og þökkum forráðamönnum kærlega fyrir að aðstoða sín börn. Töltmeistari Heiðarskóla 2022 er Matthildur Svana Stefánsdóttir. Aðrir þátttakendur voru Valey Rún Birkisdóttir og Anton Már Greve Magnússon. Allir knaparnir stóðu sig með stakri prýði og við þökkum þeim kærlega fyrir.