Tónleikar í Heiðarskóla

Nemendur Heiðarskóla sem jafnframt eru nemendur Tónlistarskólans á Akranesi héldu tónleika í Heiðarskóla í dag. Mikil jólastemning er í húsinu og tónleikarnir ýttu enn frekar undir þá upplifun þegar nemendur spiluðu fjölbreytt lög og þar á meðal jólalög. Við þökkum starfsmönnum og nemendum Tónlistarskólans kærlega fyrir góða tónleika.