Umhverfismennt - matarsóun

Umhverfisnefnd Heiðarskóla, skipuð einum fulltrúa úr hverjum bekk, ákvað að skoða matarsóun í eina viku. Verkefnið gekk þannig fyrir sig að nemendur í hverjum bekk vigtuðu matarleifar eftir hádegisverð. Nemendur í 3. bekk stóðu sig einstaklega vel og leifðu engu í heila viku. Í heildina leifðu nemendur skólans 5780 grömmum í vikunni. Í viðurkenningarskyni fá nemendur í 3. bekk að velja hvað verður í matinn í Heiðarskóla þann 20. apríl. n.k. Matarsóun í heiminum er mjög mikil og þar reynir sannarlega á móður jörð, viljum í því samhengi benda fólki á vefinn matarsoun.is en þar er að finna ýmsar leiðbeiningar til að draga úr matarsóun.