Umhverfisnefnd Heiðarskóla

Í dag hélt umhverfisnefndin fyrsta fund skólaársins. Farið var yfir hlutverk nefndarinnar, plastlausan september, jólagjafir sem nemendur Heiðarskóla gáfu helstu verkefnin framundan og tekin var mynd af hópnum. Umhverfisnefndin tók ákvörðun um að vatn yrði umhverfisþema ársins. Á meðfylgjandi mynd má sjá umhverfisnefnd Heiðarskóla 2021 - 2022.