Umhverfisnefnd Heiðarskóla

Í dag hélt umhverfisnefndin fyrsta fund skólaársins. Farið var yfir hlutverk nefndarinnar, plastlausan september, jólagjafir sem nemendur Heiðarskóla gáfu börnum í Perú á síðasta skólaári og helstu verkefnin framundan. Umhverfisnefndin tók ákvörðun um að vatn yrði umhverfisþema ársins. Á meðfylgjandi mynd má sjá umhverfisnefnd Heiðarskóla 2021 - 2022.