Umhverfisnefnd Heiðarskóla

Nýskipuð Umhverfisnefnd Heiðarskóla hélt sinn fyrsta fund í morgun. Nefndin er skipuð einum fulltrúa úr hverjum bekk og nokkrum starfsmönnum. Á fundi sínum í morgun ákvað nefndin m.a. að skólastarfið færi fram í Brynjudal þann 16. september á Degi íslenskrar náttúru. Auk þess valdi nefndin þema ársins en fyrir valinu varð "Lýðheilsa". Á meðfylgjandi mynd má sjá umhverfisnefnd skólaársins.