- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Eins og flestir vita er Heiðarskóli þátttakandi í verkefninu og hefur fengið að flagga Grænfánanum fjórum sinnum. Í skólanum er starfandi umhverfisnefnd með fulltrúum úr öllum bekkjum. Nefndin fundar einu sinni í mánuði. Á fundi nefndarinnar í síðasta mánuði var ákveðið að fara í þemaverkefni dagana 26. - 30. október n.k. Nefndin velti fyrir sér eftirfarandi þemum sem í boði eru; vatn, orka, úrgangur, átthagar, samgöngur, landslag, lýðheilsa, loftslagsbreytingar, lífbreytileiki, neysla, hnattrænt jafnrétti, náttúrvernd og vistheimt. Skólinn hefur áður unnið umhverfisþemu um vatn, orku, úrgang og átthaga. Nefndið lagði til að taka fyrir loftslagsbreytingar þetta skólaárið og var það samþykkt samhljóða. Spennandi verður að fylgjast með vinnunni í næstu viku því eins og margir hafa tekið eftir er þetta málefni mjög ofarlega á baugi í alþjóðasamfélaginu og mjög mikilvæg ráðstefna verður haldin um málefnið í París í desember.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |