- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Það var sannkölluð gæðastund í Heiðarskóla á þriðjudaginn þegar nemendur í 7. bekk tóku þátt í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Þórdísi Þórisdóttur, Heiðu Arnþórsdóttur og Guðrúnu Guðmundsdóttur hafði úr vöndu að ráða við val á tveimur fulltrúum fyrir lokahátíð samstarfsskólanna á Vesturlandi og einum til vara. Í þetta sinn voru einungis fimm nemendur í 7. bekk og tóku þeir allir þátt. Börnin stóðu sig öll með stakri prýði og tóku miklum framförum í æfingarferlinu. Sjaldan hafa keppendur verið eins jafnir. Fulltrúar Heiðarskóla sem taka þátt í lokahátíðinni að þessu sinni eru þau Enok Einar Kári Bjarkason og Haukur Logi Magnússon og til vara Þóra Kristín Arnfinnsdóttir. Lokahátíðin fer fram nk. miðvikudag í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Við óskum öllum þátttakendum hjartanlega til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir dásamlegan upplestur. Á meðfylgjandi mynd er hópurinn eftir hátíðina.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |