UNICEF - hreyfingin

Í dag tókum við þátt í verkefninu UNICEF- hreyfingin. Markmið verkefnisins er þríþætt; fræða börnin um réttindi í Barnasáttmálanum, virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum um allan heim og hvetja þau til hreyfingar. Þeir sem vilja mega safna áheitum í leiðinni. Söfnunarféð rennur til góðra verka í þágu barna innan lands og utan. Þetta árið er áherslan á aðstoð og fræðslu til barna vegna kórónaveirunnar. 

Nemendur Heiðarskóla tóku hreyfihluta verkefnisins eftir hádegi í dag og söfnuðu stjörnum í "heimspassa" fyrir hverja 500 metra sem þeir hlupu eða gengu. Hlaupið gekk ótrúlega vel og margir hlupu mjög langt, allt upp í 14 km sem er ótrúleg vegalengd að okkar mati. Til hamingju hlauparar dagsins fyrir þátttökuna.   

Þeir sem vilja mega leggja verkefninu lið með því að eða leggja inn á reikning UNICEF (nauðsynlegt að setja Heiðarskóli í skýringu); 

Kennitala 481203-2950
Bankanúmer: 701
Höfuðbók: 26
Reikningsnúmer: 102010