Unicef-hreyfingin

Heiðarskóli tekur enn og aftur þátt í UNICEF-hreyfingunni. Verkefnið er þríþætt og snýr að vandaðri fræðslu fyrir nemendur okkar um réttindi sín, hreyfingu og áheitasöfnun. Hreyfihluti verkefnisins fór fram í dag og nemendur fengu val um hlaupa- eða göngulengd. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá nemendur sem við áttum erfitt með að stöðva í hlaupinu enda hlupu þeir 14 km og náðu að safna 36 stjörnum í heimspassann sinn.

Í ár var fræðslan um mikilvægi bólusetninga fyrir börn í heiminum, hér er slóð á fræðslumyndbandið sem fylgir verkefninu þetta árið: https://www.youtube.com/watch?v=ORyYMWG8eVY&t=1s

Áheitasöfnunin er valfrjáls en þeir sem vilja leggja verkefninu lið í nafni Heiðarskóla geta styrkt verkefnið með því að leggja inn á reikning UNICEf á Íslandi (Kt. 481203-2950 701-26-102010 - nauðsynlegt að skrá nafn skólans í skýringu).