- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Eins og undanfarin ár tók Heiðarskóli þátt í UNICEF-hreyfingunni.
Markmið verkefnisins er þríþætt; fræðsla, hreyfing og söfnun til styrktar börnum. Að þessu sinni er þema fræðslunnar 2. grein barnasáttmála sameinuðu þjóðanna: Öll börn eru jöfn. Sjá nánar hér; https://www.unicef.is/unicef-hreyfingin
Nemendur skólans hafa nú þegar fengið fræðslu um 2. greinina og hreyfingarhluti verkefnisins fór fram í dag. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur skólans sem lögðu sig alla fram í hreyfihlutanum.
Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta farið inn á slóðina sofnun.unicef.is smellt á styrkja og skráð "Heiðarskóli Hvalfjarðarsveit" inn í leitarkassann sem kemur upp. Þá kemur söfnunarsíða skólans upp.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |