- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag kom Gerður Kristný Guðjónsdóttir, rithöfundur, í heimsókn í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Gerður las upp úr verkum sýnum fyrir börnin sem hlustuðu af athygli. Börnin í Skýjaborg fengu upplestur úr bókinni Jóladýrin, 1. - 4. bekkur hlustaði á spennandi kafla úr bókinni Dúkkan, miðstigið hlustaði á kafla úr bókinni Garðurinn og unglingar hlýddu á smásöguna Ísfólkið sem er að hluta til byggð á unglingsárum höfundar. Gerður Kristný gaf krökkunum líka góð ráð varðandi ritsmíðar og hvatti þá eldri til að lesa ljóð, við ljóðagerð æfum við okkur í að skrifa knappan texta og segja í leiðinni mikið. Við þökkum Gerði Kristnýju kærlega fyrir komuna og sérlega skemmtilegan upplestur. Í myndaalbúm eru komnar myndir.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |