- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Á fimmtudaginn 26. janúar hélt Skýjaborg glæsilega uppskeruhátíð í tengslum við þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun í mál og læsi. En leikskólinn Skýjaborg hefur síðastliðið ár unnið þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun í mál og læsi í samstarfi við menntamálastofnun. Afrakstur þróunarverkefnisins er útgáfa handbókar: Handbók Skýjaborg: Leikur, mál og læsi. Að því tilefni var skellt í uppskeruhátíð sem haldin var í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3 í Melahverfi.
Starfsfólk leikskólans, sveitarstjóra, sveitarstjórn, fræðslunefnd, frístunda- og menningarfulltrúa, foreldrafélagi, menntamálastofnun, verkefnastjóra og faglegum ráðgjafa var boðið að fagna með okkur og höfðu nokkrir tölu á hátíðinni.
Dagskrá hátíðarinnar var eftirfarandi:
Mjög góð mæting var á hátíðina og þökkum við öllum sem mættu og samgleddust með okkur.
Handbókin er komin á heimasíðuna og má finna hér.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |