Útskrift 10. bekkur

Í dag var haldin hátíðleg athöfn þegar nemendur 10. bekkjar voru útskrifaðir úr Heiðarskóla. Á dagskrá voru ræður, þakkir, tónlistaratriði og síðast en ekki síst notaleg samverustund útskriftarnema, aðstandenda og starfsmanna yfir góðum veisluföngum úr mötuneyti Heiðarskóla. Kærar þakkir fyrir daginn og innilega til hamingju kæru útskriftarnemar og fjölskyldur. Við erum stolt af ykkur, þökkum samfylgdina og óskum ykkur alls hins besta í framtíðinni. Á meðfylgjandi mynd má sjá útskriftarhópinn.