Útskrift í Heiðarskóla

Í dag voru útskrifaðir úr 10. bekk Heiðarskóla þau Aldís Tara Ísaksdóttir, Arna Rún Guðjónsdóttir, Árni Kristján Rögnvaldsson, Beníta Líf Palladóttir, Eyja Rós Sigþórsdóttir, Guðbjörg Haraldsdóttir, Heimir Þór Brynjólfsson, Íris Björg Sigurðardóttir, Linda Þórarinsdóttir, Mattías Bjarmi Ómarsson og Tómas Ingi Gross Hannesson. Stutt athöfn var í sal skólans fyrir útskriftarnema og nánustu aðstandendur. Eftir athöfn var boðið upp á hátíðarmat. Við óskum útskriftarnemum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim farsældar í framtíðinni.