Útskrift og vorhátíð

Í gær 23. maí 2024 útskrifuðum við 7 börn úr leikskólanum Skýjaborg. Athöfnin var vel heppnuð, en börnin opnuðu athöfnina með tónlistaratriði. Svo hélt leikskólastjóri tölu, börnum var afhent útskriftarskírteini og birkitré að gjöf. Að lokum fengu börnin fjölskyldur sínar út á gólf með sér og dönsuðu skemmtilegan dans og sungu svo Skýjaborgarlagið. 

Að athöfn lokinni var vorhátíð foreldrafélagsins og Skýjaborgar í leikskólagarðinum. Pylsur, hoppukastali, andlitsmálning, tattoo, sápukúlur og ekki má gleyma honum Mána Björgvins sem kom og spilaði og söng fyrir okkur. Dásamleg hátíð og þökkum við fyrir að ekki byrjaði að rigna fyrr en rétt í lokin.