- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Miðvikudaginn 25. maí útskrifuðum við 7 flotta einstaklinga sem ætla að hefja grunnskólagöngu í Heiðarskóla í haust. Það er búið að vera gleðilegt að fylgjast með þessum flottu börnum vaxa og dafna. Við áttum notalega stund með fjölskyldum barnanna í fallegri athöfn þar sem börnin fóru með febrúar-þuluna okkar Baggalútur (hvað kanntu að vinna) og sungu lagið Lóan er komin. Börnin fengu útskriftarskírteyni og birkitré að gjöf frá leikskólanum. Við óskum þeim hins besta í framtíðinni. Myndir koma inn á Karellen von bráðar.
Ef útskriftarathöfn hófst Vorhátíð Skýjaborgar og foreldrafélagsins í leikskólagarðinum með hoppukastala, grilluðum pylsum, sápukúlum, ís, lifandi tónlist, andlitsmálningu og dásamlegri samveru fjölskyldna. Við fréttum af rigningu allt í kringum okkur en allir mjög þakklátir að það hélst þurrt hér í Melahverfi á meðan hátíðin átti sér stað. Við þökkum foreldrafélaginu fyrir flotta skipulagningu, öllum fjölskyldum kærlega fyrir komuna og góða samveru.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |