- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær var hátíðardagur í Skýjaborg. Kl. 14:00 var útskriftarathöfn þar sem fimm börn útskrifuðust úr Skýjaborg. Þau kveðja okkur í sumar og halda í Heiðarskóla í haust. Fjölskyldur barnanna voru viðstaddar og tóku börnin á móti útskriftarskjali og birkitré að gjöf frá leikskólanum.
Kl. 14:30 tók við Vorhátíð Skýjaborgar og foreldrafélagsins. Nýtt og breytt snið sem tókst mjög vel. Boðið var upp á pylsur, vatn, djús og ís í eftirrétt. Heiðmar kom og spilaði og söng nokkur lög. Hoppukastali, sápukúlur og krítar voru á svæðinu.
Einstaklega vel heppnuð og skemmtileg vorhátíð þar sem börn, fjölskyldur og starfsfólk nutu sín vel og veðrið lék við okkur.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |