Veðurstöð á Leirá

Ábúendur á Leirá gáfu okkur leyfi til að setja slóð á veðurstöð sem staðsett er á Leirá inn á heimasíðuna okkar. Bestu þakkir fyrir það.  Slóðina má finna undir Gagnlegt efni hér neðarlega hægra megin á síðunni. Kerfið er amerískt og því þarf að breyta Farhenheit í Celsius í fyrsta skipti sem farið er inn á síðuna. Það er gert með því að velja Dashboard vinstra megin á síðunni og velja þar C í stað F ofarlega á síðunni, síðan þarf aftur að velja "Leirá fjós". Síðan á tvímælalaust eftir að gagnast okkur þegar við erum á veðurvaktinni varðandi skólahald í Heiðarskóla.