Vel heppnað góðgerðarverkefni

Það var mikil spenna og gleði á fjáröflunarverkefni Umhverfisnefndar Heiðarskóla s.l. fimmtudag. Húsið fylltist af fólki og bingóspjöldin runnu út enda gaman að spila bingó í góðra vinahópi. Vöfflusalan gekk glimrandi vel og einnig sjoppan og fatamarkaðurinn. Alls söfnuðust 214.000 kr. sem renna óskiptar til hjálparstarfs í Úkraínu. Umhverfisnefnd Heiðarskóla þakkar öllum sem lögðu verkefninu lið kærlega fyrir stuðninginn.