- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í síðustu viku voru nemendur skólans að fylgjast með matarsóun. Hver og einn hugsaði um að fá sér hæfilega mikið á diskinn svo ekki þyrfti að leifa mat. Matarleifar alla vikuna hjá öllum nemendum skólans vigtuðu í heildina 6,5 kg eða u.þ.b. 81 g yfir vikuna á hvern nemanda. Árangurinn var því nokkuð góður og þar fyrir utan fá hænurnar í Hvalfjarðarsveit að njóta matarafganga úr skólanum. Í verðlaun fengu allir nemendur skólans sem vildu frostpinna í eftirrétt í dag. Á meðfylgjandi mynd má sjá glaða krakka með eftirréttinn.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |