Viðburðarík vika í Heiðarskóla

Vikan er búin að vera óvenju viðburðarík. Á mánudaginn fengum við Mörtu Magnúsdóttur til okkar með ritsmiðju fyrir börn á miðstigi. Börnin okkar tóku þátt af miklum áhuga og eldmóði. Þau nutu þess að fá innsýn í ritlistina og fá dýrmæt ráð frá fagmanni. Marta kom á vegum Barnamenningarhátíðar Vesturlands.

Á þriðjudaginn fengum við svo þær Evu Rún og Blæ frá List fyrir alla með svakalegu sögugerðina fyrir nemendur í 1. – 7. bekk. Sögur og frásagnir vekja alltaf mikinn áhuga hjá nemendum okkar og þessi heimsókn var engin undantekning. Nemendur enduðu svo á að semja söguna um Stínu fínu. 

Nemendum á unglingastigi var einnig boðið á leiksýninguna Smell í Grundaskóla á þriðjudaginn – frábær sýning sem óhætt er að mæla með.

Á miðvikudaginn var svo komið að Unni Maríu eða Húlludúllu sem heimsótti okkur í tilefni af Barnamenningarhátíð Vesturlands með sirkussýningu. Nemendur urðu vitni að mögnuðum brellum og virtust hafa mjög gaman af sirkusatriðunum enda fengu þeir að prófa ýmislegt sjálfir. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur á yngsta stigi æfa sig í sirkusatriði.

Á fimmtudaginn frumsýndu Táknmálseyjubörnin á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra táknmálsútgáfu lagsins "Riddari Kærleikans" í þýðingu Kólbrúnar Völkudóttur. Þarna eigum við tvo nemendur sem við erum afar stolt af. Hér er linkur á atriðið fyrir áhugasama: https://island.is/s/shh/frett/riddari-kaerleikans-a-islensku-taknmali