- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ákvað að beiðni Foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar að bjóða foreldrum barna í 1. - 4. bekk Heiðarskóla að skrá börn sín í vor- og haustfrístund. Greinilegt er að mikil þörf er fyrir þessa þjónustu því 19 börn voru skráð í vorfrístund sem er opin frá kl. 8:00 - 16:15 dagana 9. - 23. júní. Starfsfólk Heiðarskóla sér um vorfrístund og óhætt er að segja að börn, foreldrar og starfsmenn eru hæstánægðir enda fjölbreytt og skemmtileg verkefni í gangi. Yfirleitt er vorfrístund í Álfholtsskógi en auk þess hefur hópurinn heimsótt Steinsholt og m.a skoðað kalkún og hesta, þeir sem vildu fengu að fara á bak, farið á Bjössaróló og Fuglasafnið í Borgarnesi. Í næstu viku verður farið á Akranes ásamt því að dvelja í Álfholtsskógi. Á meðfylgjandi mynd má sjá hressa og káta vorfrístundakrakka á Bjössaróló í Borgarnesi.
Heiðarskóli vill færa ábúendum í Steinsholti bestu þakkir fyrir að taka vel á móti hópnum og Skógræktarfélagi Skilmannahrepps bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að nýta Furuhlíð og njóta og leika í Álfholtsskógi.
Haustfrístund verður opin frá kl. 8.00 - 16:15 dagana 8.- 19. ágúst fyrir nemendur í 1. - 4. bekk skólárið 2022 - 2023. Haustfrístund verður starfrækt frá Heiðarborg.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |