Vorskóladagar í Heiðarskóla

Vorskóladagar voru í Heiðarskóla dagana 4. - 6. maí. Nemendur í 10. bekk voru fjarri góðu gamni í starfsnámi og verðandi 1. bekkur mætti í skólann með skólabílum. Aðrir bekkir hækkuðu upp um einn og æfðu sig fyrir næsta skólaár. Nemendur í 4. bekk æfðu sig á miðstiginu og nemendur í 7, bekk fengu að kynnast skólastarfinu í unglingadeild. Vorskólinn gekk heldur betur vel og ekki annað að sjá og heyra en allir væru ánægðir með þetta og þá sérstaklega verðandi grunnskólabörn. Þeim fannst allt skemmtilegt og ekkert erfitt eða leiðinlegt – nema hvað þetta var stutt! Lækurinn vann vinsældakeppnina þetta árið enda bauð veðrið upp á gott tásusull alla dagana. Við hlökkum mikið til að fá þau aftur til okkar í haust. Á meðfylgjandi mynd má sjá námshópinn sem verður 1. og 2. bekkur á næsta skólaári í hreyfistund.