- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þessa dagana eru vorskóladagar í Heiðarskóla, allir bekkir færast upp um einn og æfa sig fyrir næsta skólaár í nýjum námshópum. Útskriftarárgangurinn okkar í 10. bekk er í starfskynningum og elsti árgangur barna í Skýjaborg æfir sig í að mæta í skólann með skólabílnum og taka þátt í skólastarfi samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri fór á stúfana í dag og sá m.a. nemendur í 1. og 2. bekk í standandi bingói og miðstigið í orðluverkefni. Unglingastigið var í hópaverkefni. Hver hópur þurfi ýmist að færa rök, með eða á móti, með eftirfarandi fullyrðingum: Betra að fara í sturtu á hverjum degi, sveitakrakkar eru sterkari en borgarbörn og skóli í jólafríinu. Það er ekki annað að sjá en allir séu að njóta sín í vorskólanum.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |