- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Í dag var önnur heimsókn vorskólabarna í Heiðarskóla. Dagurinn gekk mjög vel. Börnin héldu áfram að vinna með skólaverkefni með Berglindi, þau hittu Björk í heimilisfræði og gerðu með henni gómsætan jarðarberjadrykk. Þau fóru í leikfimi til Helgu og skemmtu sér konunglega. Einnig fengu börnin frjálsan tíma, þar sem þau léku sér, skoðuðu bækur og lituðu. Næsta vorskólaheimsókn er miðvikudaginn 14. maí. Inn á myndasafnið eru komnar myndir af vorskólabörnunum við leik og störf í dag. 
| 
 Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is | 
 Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |