- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nú á haustönn verður unnið að svokölluðu ytra mati á Heiðarskóla. Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja í skólanum dagana 28. og 29. nóvember n.k. og fara í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig taka þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði.
Matsaðilar skoða auk þess öll möguleg gögn um skólann, bæði á heimasíðu, prentuð skjöl, samræmd könnunarpróf og aðrar kannanir og hvaðeina sem getur varpað ljósi á skólastarfið. Matinu er ætlað að vera leiðbeinandi og framfaramiðað. Sérstaklega er hugað að því sem er framúrskarandi gott og öðrum til eftirbreytni en að sjálfsögðu er það líka umbótamiðað og hugsað til að styrkja skólastarfið þegar til lengri tíma er litið. Á hverju ári eru nokkrir grunnskólar metnir með ytra mati og gert ráð fyrir að innan fárra ára hafi allir grunnskólar landsins farið í gegnum sambærilegt mat og þannig þróist þetta sem sjálfsagður og eðlilegur hlutur skólastarfs. Þetta er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga en það er Menntamálastofnun sem sér um framkvæmdina.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |