- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Fyrr í vetur fengu starfsmenn skólans áskorun frá Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar um að gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin í desember þar sem viðburðir á þeirra vegum voru ekki framkvæmanlegir. Starfsfólkið tók áskoruninni og tekin voru upp tvö myndbönd með söng og sprelli. Myndböndin voru síðan sýnd í dag og Foreldrafélagið færði okkur kökur. Kökurnar voru fallega skreyttar og kveðja til hvers námshóps; Gleðileg jól, elsku snillingar á yngsta stigi. Það var mikil gleði og gaman þegar nemendur snæddu kökur og horfðu á atriðin frá starfsfólki. Á meðfylgjandi mynd má sjá kökurnar góðu og fyrir áhugasama má sjá annað af tveimur myndböndum á slóðinni: