Fullveldishátíð Heiðarskóla

Tónlist og leikgleði einkenndu Fullveldishátíð Heiðarskóla sem haldin var í gær. Börnin stóðu sig einstaklega vel og greinilega fullt af hæfileikaríku fólki hér í skólanum. Ekki var annað að heyra en að gestirnir hefðu notið sýningarinnar og ekki síður veitinganna sem 9. bekkur sá um. Tónlistarforskólinn flutti tónlistaratriði og sönghópurinn Spangólandi úlfar fóru á kostum. Leikritið Rauðhöfðaskemmtun var flutt af elstu börnum leikskólans og nemendum í 1. - 5. bekk. Leikritið er unnið upp úr þjóðsögunni um Rauðhöfða en sú saga gerist að hluta til í Hvalfirði og ýmis örnefni er hægt að tengja við söguna. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.