Haustferð miðstigs

Í dag fóru nemendur skólans á miðstigi í sína árlegu haustferð. Hópurinn lagði hress af stað í morgun og farið var í leiki og gaman við Skátaskálann í Skorradal, einhverjir fundu ber og grillaðar voru pylsur. Að lokum var farið í sund í Borgarnesi. Á meðfylgjandi mynd má sjá miðstigsnemendur skólans í haustferðinni.