Haustferð unglingdeildar

Í Heiðarskóla hefur skapast sú skemmtilega hefð að nemendur unglingadeildar hafa, ásamt kennurum sínum, gengið ýmis fjöll og firnindi að hausti. Í ár var gengið yfir Síldarmannagötur úr Hvalfirði og yfir að Fitjum í Skorradal fimmtudaginn 1. september og gist í skátaskálanum í Skorradal. Óhætt er að segja að gangan sjálf hafi gengið vel og að nemendur voru einkar jákvæðir gagnvart ferðinni.  Gangan tók á bilinu 4-5 klukkustundir en veðrið var með afbrigðum gott.  Frábær byrjun á frábæru skólaári. Í myndaalbúm eru komnar nokkrar myndir.