Heimboð í Skógarskóla

Í dag var nemendum okkar á miðstigi boðið í heimsókn í Skógarskóla (gamla Heiðarskóla). Nokkur rússnesk ungmenni eru stödd í Skógarskóla þessa dagana og þau héldu stutta kynningu fyrir nemendur. Ungmennin voru klædd í gervi persóna úr tölvuleikjum og bíómyndum. Hópurinn ræddi tölvuleiki við krakkana og sagði þeim jafnframt frá skapandi vinnu sem fólgin er í því að búa til tölvuleiki, búninga og fylgihluti persóna. Heiðarskólanemendur fengu líka að prófa nokkra fylgihluti og skoða tölvuleiki. Þeir höfðu mjög gaman af heimboðinu. Við þökkum kærlega fyrir okkur.