UNICEF hreyfingin

Á dögunum tók Heiðarskóli þátt í UNICEF Hreyfingunni. UNICEF Hreyfingin er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Markmið þess er að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum víða um heim. Sjá nánar hér; https://www.unicef.is/unicef-hreyfingin

Nemendur okkar fengu vandaða  fræðslu um réttindi sín og ólíkar aðstæður jafnaldra sinna í öðrum löndum og tóku hreyfihluta verkefnisins s.l. miðvikudag. Margir sýndu verkefninu mikinn áhuga og náðu að fylla 3 heimspassa í hlaupinu.  Á morgun, miðvikudaginn 14. maí kl. 10:50 ætlum við að taka Hreyfihlutann og því gott að mæta í skóm sem gott er að hlaupa, skokka eða ganga í.  
Þeir sem vilja styrkja verkefnið í nafni Heiðarskóla er bent á: https://sofnun.unicef.is/teams/heidarskoli-hvalfjardarsveit/donate