Leikskólalæsi

Í leikskólanum er unnið samkvæmt hugmyndafræði Byrjendalæsis / leikskólalæsis í markvissri málörvun. Aðferðin gengur út á að byggja snemma grunn að farsælu lestrarnámi barna.

Í gegnum leik og skipulögð verkefni er unnið að því að styrkja málvitund barna, veita skipulega málörvun með því markmiði að stuðla að eðlilegri færni í íslensku. Einnig er unnið markvisst að samþættingu lesturs, ritunar, tals og hlustunar.