Dagur íslenskrar nattúru í Skýjaborg

16. september er Dagur íslenskrar náttúru. Við héldum upp á hann hér í Skýjaborg í dásamlegu veðri þann 15. september. Regnbogakrakkar gengu í 100 ekru skóginn okkar. Léku sér og höfðu gaman saman í náttúrunni. Dropakrakkar fóru í styttri gönguferð hér í Melahverfinu og sulluðu vel í pollum sem fundust á leiðinni.