Uppskeruhátíð Skýjaborgar

Á fimmtudaginn 26. janúar hélt Skýjaborg glæsilega uppskeruhátíð í tengslum við þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun í mál og læsi. En leikskólinn Skýjaborg hefur síðastliðið ár unnið þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun í mál og læsi í samstarfi við menntamálastofnun. Afrakstur þróunarverkefnisins er útgáfa handbókar: Handbók Skýjaborg: Leikur, mál og læsi. Að því tilefni var skellt í uppskeruhátíð sem haldin var í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3 í Melahverfi.  

Starfsfólk leikskólans, sveitarstjóra, sveitarstjórn, fræðslunefnd, frístunda- og menningarfulltrúa, foreldrafélagi, menntamálastofnun, verkefnastjóra og faglegum ráðgjafa var boðið að fagna með okkur og höfðu nokkrir tölu á hátíðinni. 

Dagskrá hátíðarinnar var eftirfarandi: 

  • Kl. 17:00 - Opnun hátíðar: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri   
  • Kl. 17:05 - Markmið og tilgangur þróunarverkefnisins: Ásthildur Bj. Snorradóttir og Halldóra G. Helgadóttir 
  • Kl. 17:25 - Kynning á þróunarverkefninu: Þórdís Þórisdóttir
  • Ávinningur: Bára Tómasdóttir, Sigurbjörg Friðriksdóttir og Agnieszka A. Korpak 
  • Kl. 17:45 - Ávarp frá Menntamálastofnun 
  • Kl. 17:55 - Lokaorð: Eyrún Jóna Reynisdóttir 
  • Léttar veitingar

 Mjög góð mæting var á hátíðina og þökkum við öllum sem mættu og samgleddust með okkur. 

Handbókin er komin á heimasíðuna og má finna hér