Að byrja í leikskóla

Mikilvægt er að barn fái góðan tíma til að aðlagast leikskólanum. Aðlögunartími er skipulagður í samvinnu og samráði við foreldra. Foreldrar fá tækifæri til að dvelja með barninu og kynnast starfsfólki og starfinu í leikskólanum í aðlögunarferlinu. Smám saman er dregið úr viðveru foreldra í leikskólanum og barnið aðlagast leikskólanum. Að öllu jöfnu tekur aðlögun um vikutíma. 

Nánari upplýsingar má finna í Foreldrahandbók Skýjaborgar