Innritun í leikskóla

Leikskólinn er fyrir börn sem náð hafa 18 mánaða aldri og eru með lögheimili í Hvalfjarðarsveit. Heimilt er að taka börn allt niður í 12 mánaða ef laust er í leikskólanum og óska þá umsækjendur sérstaklega eftir því í umsókninni. Sjá nánar verklagsreglur fyrir leikskólann Skýjaborg.  

Sótt um leikskólapláss í gegnum íbúagátt Hvalfjarðarsveitar. Ath. í sambandi við flutning í sveitarfélagið: Hægt er að sækja um leikskólapláss þó að lögheimili sé ekki komið og mælum við með því að sækja um fyrr en seinna.