Útbúnaður

Við leggjum áherslu á að börnin séu í þæginlegum fötum sem börnin eiga auðvelt með hreyfa sig og klæða sig í og úr þegar sjálfshjálp þeirra eykst. Einnig er töluvert um sull með vatn og málningu sem gæti smitast í fötin. 

Klæðnaður barnanna þarf að vera í samræmi við veðurfar og hafa ber í huga að veður getur breyst snögglega. Nauðsynlegt er að hafa aukafatnað meðferðis í leikskólann. Aukafötin eru geymd í glærum plastkössum fyrir ofan hólf barnanna. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að fylgjast vel með og fylla á kassann eftir þörfum. 

Foreldrar eru beðnir að aðstoða starfsfólk deilda með því að: 

  • Merkja allan fatnað eins og kostur er, sérstkalega útiföt, þá eru minni líkur á að fötin glatist. 
  • Ganga frá fatahólfi barns og setja skófatnað sem skilja á eftir í skóhillu. Óhrein föt þarf að taka heim og þvo.
  • Tæma fatahólf barnsins í vikulok til að auðvelda þrif (fatnaður og skór).