Forföll

Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um allar breytingar á viðveru barnsins, t.d. veikindi eða frí. Óskað er eftir að foreldrar hringi og tilkynni um veikindi eða fjarverur barnsins til starfsfólk deilda eða sendi skilaboð í gegnum Karellen kerfið (nánar má lesa um Karellen hér aftar). 

Það er gert ráð fyrir að börnin taki þátt í öllu starfi leikskólans úti sem inni. Þess vegna getum við ekki tekið á móti veiku barni eða barni sem er að veikjast. Útiveru er ekki sleppt nema í undantekningar tilvikum. Veikist barn skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í a.m.k. 1-2 sólarhringa og smithætta er liðin hjá. 

Viðmið við veikindi: Við hringjum í foreldra ef barn er óeðlilega slappt og tekur ekki þátt í starfinu og metum stöðuna með foreldri. Þegar hiti er komin í 38°C þarf foreldri að sækja barnið sem og ef barnið er með niðurgang eða ælu.