Heiðarskóli fær afhentan Grænfánann í 8. sinn

Það var hátíðardagur hjá okkur í dag þegar umhverfisnefnd skólans, skipuð einum fulltrúa úr hverjum bekk, tók á móti áttunda Grænfána Heiðarskóla.

Fulltrúi frá Landvernd kom og gerði úttekt á því starfi sem unnið er í Heiðarskóla í umhverfismennt. Fulltrúinn tilkynnti nemendum að við værum að standa okkur vel í þeim málum og afhenti umhverfisnefnd skólans Grænfánann í 8. sinn.

Í tilefni dagsins var öllum nemendum boðið upp á skúffuköku með grænu kremi í eftirrétt.

Skýrslu Heiðarskóla um umsókn um grænfánann má sjá hér

Vekjum líka athygli á að í ár var aftur tekin upp útgáfa á Heiðarsóley – umhverfisblaði Heiðarskóla. Að þessu sinni á rafrænu formi og með aðkomu fleiri aðila en áður. Lesa má blaðið á slóðinni; https://sway.office.com/5FclJNlAV18iyjsZ?ref=email