Laus hlutastaða við Skýjaborg

Skýjaborg auglýsir eftir leikskólakennara í hlutastarf

Leikskólinn Skýjaborg auglýsir eftir leikskólakennara til starfa í 60-80% hlutastarf.

Vínnutími 3-5 daga vikunnar eftir samkomulagi.

Möguleiki á aukningu á hlutfalli um áramót.

Möguleiki að ráða í minna starfsfhlutfall fyrir fólk í námi. 

Skýjaborg er tveggja deilda leikskóli í Melahverfi, Hvalfjarðarsveit með allt að 40 börn. Í Skýjaborg er lögð áhersla á umhverfismennt, útinám, snemmtæka íhlutun í máli og læsi og sjálfsprottinn leik. Skólinn er grænfánaskóli og gildi skólans eru: Vellíðan, virðing, metnaður og samvinna.

Í Skýjaborg gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu við Heiðarskóla og fleiri stofnanir.

Heimasíða leikskólans er: https://skoli.hvalfjardarsveit.is/

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinna að uppeldi og menntun barna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinenda í leikskóla.
  • Vinna í samvinnu við leikskólakennara, deildarstjóra og skólastjórnendur.  

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu*
  • Reynsla af vinnu með börnum  
  • Góð samskiptahæfni
  • Góð íslenskukunnátta
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

*Ef ekki fást leikskólakennarar verður horft til menntunar og reynslu. Við hvetjum því öll áhugasöm til að sækja um.

Hlunnindi í starfi

  • 35 klst. vinnuvika / 7 klst. vinnudagur (hlutastaða í hlutfalli við þetta). Afleysing er í húsi fyrir styttingunni.
  • Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30. 
  • 6 skipulagsdagar á ári.
  • Veittur er styrkur til náms í leikskólakennaranámi og leikskólaliðanámi. 

Umsóknarfrestur til og með 7. september 2025.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Eyrún Jóna Reynisdóttir í síma 4338530 eða með því að senda fyrirspurn á eyrun@hvalfjardarsveit.is.

Launakjör er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um og skal umsókn ásamt starfsferilskrá og leyfisbréfs skilað í gegnum Alfreð eða í tölvupósti til leikskólastjóra á netfangið: eyrun@hvalfjardarsveit.is.