Fréttir

24.02.2021

Snákahópur í Heiðarskóla

Í dag kom Snákahópur, elsti árgangur Skýjaborgar, í heimsókn í Heiðarskóla. Mikil gleði með það og allir mjög glaðir með samstarfið. Ekki annað að sjá en allir væru glaðir og ánægðir. Börnunum fannst ýmislegt skemmtilegast, t.d. sundið, hitta systkin...
19.02.2021

Erasmus+ Lifandi náttúra: Lífbreytileiki á tækniöld

Haustið 2018 var Skýjaborg boðin þátttaka í Erasmus+ verkefni á vegum Landverndar ásamt leik- og grunnskólum víðsvegar af landinu. Verkefnin tengjast lífbreytileika sem hægt er að útskýra sem líffræðilega fjölbreytni og tekur þannig til fjölbreytileika allra lífverutegunda jarðarinnar, þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. Á undanförnum árum hefur verið árleg vinna hér í Skýjaborg í kringum ræktun sumarblóma og annarra nytjaplantna ásamt því að útbúa fuglafóður og fóðra smáfugla yfir veturinn. Skólinn var því vel í stakk búin til að vinna verkefnið með Landvernd og þáði boð Landverndar. Tengiliðir verkefnisins voru Sigurbjörg og Eyrún/Guðmunda. Verkefnið stóð yfir á árunum 2018-2020. Í verkefninu tóku fjöldi leik- og grunnskóla þátt frá Íslandi, Eistlandi, Lettlandi og Slóveníu. Unnið var með lífbreytileika á ýmsan hátt, skólarnir útbjuggu verkefni tengd lífbreytileika og sumir einnig snjalltækjum og svo voru verkefnin prófuð í löndunum fjórum. Tengiliðir leikskólans tóku þátt vinnusmiðjum í júní 2019 hér á Íslandi og þá tókum við meðal annars á móti hópnum hér í Skýjaborg og kynntum leikskólann okkar. Einnig fóru tengiliðir til Slóveníu í október 2019 og tóku þátt í vinnusmiðjum þar.
17.02.2021

Öskudagsgleði í Heiðarskóla

Alls kyns kynjaverur mættu í skólann í dag á öskudag. Eftir morgunmat gátu nemendur farið á söngstöðvar, sungið og fengið nammi að launum. Yngsta stig hélt svo öskudagsball í íþróttahúsinu á skólatíma en mið- og unglingastig gerðu sér glaðan dag í al...
05.02.2021

Þorramatur