Fréttir

28.06.2020

Sumarlokun Heiðarskóla

Við óskum öllum gleði og sólríkra daga í sumar um leið og við þökkum fyrir ánægjulegt og viðburðaríkt skólaár. Skólinn verður lokaður frá og með mánudeginum 29. júní til og með 3. ágúst. Þeir sem eiga erindi við skólann meðan á sumarlokun stendur ge...
26.06.2020

Afleysing í stöðu matráðar í leikskólanum skýjaborg í ágúst n.k.

Afleysing í stöðu matráðar v/sumarleyfis í 100% stöðu við leikskólann Skýjaborg frá 5.ágúst til 31.ágúst 2020. Við leitum að einstakling sem hefur brennandi áhuga á að elda hollan, góðan og næringarríkan mat í samræmi við Manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Laun samkvæmt kjarasamningi SNS og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar má finna hjá leikskólastjóra, Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir, í síma 433 8530 / 8684298 og á netfanginu gudmunda@hvalfjardarsveit.is
24.06.2020

Útidótadagur

Í gær fengu börnin í leikskólanum að koma með útidót að eiginvali að heiman og voru allir hressir og kátir :)