Fréttir

Úrgangur

Börnin á Regnboganum eru að gera tilraun þessa dagana og fylgjast með hvernig nokkrir hlutir rotna.Þetta er liður í grænfánaverkefninu okkar að gera börnin meðvituð um úrgang, hvað verður um það sem við hendum í ruslið.
Lesa meira

Vorskóladagar

Dagana 2., 3.og 4.maí eru svokallaðir vorskóladagar í Heiðarskóla.Þá mæta nemendur sem verða í 1.bekk á næsta skólaári í skólann, 10.bekkurinn er í starfsnámi og aðrir bekkir færast upp um einn bekk og máta sig við skipulagið næsta vetur.
Lesa meira

Sáning sumarblóma

Á vorin hafa börnin á Regnboganum sáð fyrir sumarblómum.Í dag var loksins priklað og plöntunum gefin meiri mold.Þegar hlýnar og plönturnar hafa stækkað meira setjum við þær út í garðinn okkar.
Lesa meira

Börn og starfsfólk fegra umhverfið á Degi umhverfisins

Á degi umhverfisins í gær þann 25.apríl skelltu allir sér út að fegra umhverfið í kringum leikskólann og tína rusl.1-3 ára börnin héldu sig í nálægð leikskólans og tíndu en 3-6 ára börnin fóru um hverfið og út í móa.
Lesa meira

Þemadagar í Heiðarskóla - Enn betri skólabragur

Í upphafi vikunnar hófst þemavinna í Heiðarskóla sem allur skólinn tekur þátt í, þema sem stuðlar að bættum skólabrag og við köllum "ENN BETRI SKÓLABRAGUR".Það er von okkar og trú að þemavinnan verði bæði skemmtileg og gagnleg.
Lesa meira

Dagur umhverfisins

Í dag var haldin umhverfisráðstefna Heiðarskóla í tilefni af DEGI UMHVERFISINS.Ráðstefnan hófst á fróðlegu innleggi frá umhverfsinefndinni um umhverfisvænar vörur sem hægt er að velja í stað þeirra sem eru framleiddar úr plasti.
Lesa meira

Rýmingaræfing

Í gær var haldin undirbúin rýmingaræfing í Heiðarskóla.Brunabjallan var sett í gang og starfsmenn skólans rýmdu skólann samkvæmt þar til gerðri áætlun.Rýmingin tókst vel.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar á Vesturlandi

Í dag var lokahátíð Stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi haldin í Heiðarskóla.Níu fulltrúar frá Grunnskólanum í Borgarnesi, Auðarskóla, Heiðarskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar tóku þátt.
Lesa meira

Skóladagatöl 2018-2019

Skóladagatöl fyrir næsta skólaár eru klár og hafa verið samþykkt hjá fræðslu- og skólanefnd.Áður hafa þau verið lögð fyrir starfsfólk, foreldrafélagið og skólaráðið til umsagnar.
Lesa meira

Ytra mat í Skýjaborg

Nú í apríl verður unnið að svokölluðu ytra mati á okkar leikskóla.Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í leikskólanum dagana 25.
Lesa meira