Fréttir

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausar stöður fyrir næsta skólaár

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar varð til við sameiningu leikskólans Skýjaborgar og grunnskólans Heiðarskóla árið 2011.Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við Skarðsheiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi.
Lesa meira

Vorsýning sett upp í Stjórnsýsluhúsinu

Komið er að okkar árlegu vorsýningu sem við setjum upp í Stjórnsýsluhúsinu.Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 24.maí næstkomandi kl.10:15.Öllum er velkomið að mæta á opnunarhátíðina okkar.
Lesa meira

Survivordagur 2018

Survivordagurinn var haldinn í Álfholtsskógi s.l.þriðjudag.Veðrið var mjög fjölbreytt; snjókoma,slydda, rigning, sólskin, rok og logn en börnin létu það ekki á sig fá og stóðu sig með stakri prýði í skemmtilegum ratleik í skóginum.
Lesa meira

Útskrift elstu barna

Þann 16.maí útskrifuðum við átta flott börn sem ætla að hefja grunnskólagöngu sína í Heiðarskóla í haust.Þetta var notaleg stund og skein stolt og gleði af börnum og fjölskyldum þeirra.
Lesa meira

Kiwanis gefur hjálma

Nemendur í 1.bekk fengu gefins hjálma frá Kiwanis á dögunum.Börnin fengu einnig fræðslu um mikilvægi þess að nota hjálm.Ekki var annað að sjá en börnin fylgdust spennt með fræðslunni og væru ánægð með hjálmana sína.
Lesa meira

Úrgangur

Börnin á Regnboganum eru að gera tilraun þessa dagana og fylgjast með hvernig nokkrir hlutir rotna.Þetta er liður í grænfánaverkefninu okkar að gera börnin meðvituð um úrgang, hvað verður um það sem við hendum í ruslið.
Lesa meira

Vorskóladagar

Dagana 2., 3.og 4.maí eru svokallaðir vorskóladagar í Heiðarskóla.Þá mæta nemendur sem verða í 1.bekk á næsta skólaári í skólann, 10.bekkurinn er í starfsnámi og aðrir bekkir færast upp um einn bekk og máta sig við skipulagið næsta vetur.
Lesa meira

Sáning sumarblóma

Á vorin hafa börnin á Regnboganum sáð fyrir sumarblómum.Í dag var loksins priklað og plöntunum gefin meiri mold.Þegar hlýnar og plönturnar hafa stækkað meira setjum við þær út í garðinn okkar.
Lesa meira

Börn og starfsfólk fegra umhverfið á Degi umhverfisins

Á degi umhverfisins í gær þann 25.apríl skelltu allir sér út að fegra umhverfið í kringum leikskólann og tína rusl.1-3 ára börnin héldu sig í nálægð leikskólans og tíndu en 3-6 ára börnin fóru um hverfið og út í móa.
Lesa meira

Þemadagar í Heiðarskóla - Enn betri skólabragur

Í upphafi vikunnar hófst þemavinna í Heiðarskóla sem allur skólinn tekur þátt í, þema sem stuðlar að bættum skólabrag og við köllum "ENN BETRI SKÓLABRAGUR".Það er von okkar og trú að þemavinnan verði bæði skemmtileg og gagnleg.
Lesa meira