Fréttir af Heiðarskóla

Fréttir frá Reykjaskóla

Þessa vikuna dvelja allir tíu nemendur 7.bekkjar ásamt Einari kennara í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði.Þangað var haldið með rútu um kl.9:30 á mánudagsmorgun en nemendahópur frá Klébergsskóla var samferða norður yfir heiðina.
Lesa meira

Varðeldur

Á þriðjudaginn hófst skóladagurinn á morgunsöng við varðeld í myrkri, snjó og kulda.Sungin voru nokkur lög við gítarundirspil og að söng loknum gæddum við okkur á heitum súkkulaðidrykk.
Lesa meira

Starfsmannabreytingar

Birgitta Guðnadóttir, starfsmaður Heiðarskóla til nær 27 ára, hætti störfum nú um mánaðamótin.Af því tilefni afhentu nemendur skólans Birgittu kveðjukort í vikunni.
Lesa meira

Þorrablót 2018

Þorrablót Heiðarskóla var haldið í dag.Skemmtun var haldin í matsal skólans þar sem við sungum og fórum í leiki.Eftir skemmtun gæddu nemendur og starfsmenn sér á gómsætum Þorramat.
Lesa meira

Jólakveðja frá Heiðarskóla

Við sendum nemendum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Litlu jólin

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg í Heiðarskóla, nemendur og starfsmenn sungu jólalög og gengu í kringum jólatréð.Jólasveinar mættu í heimsókn og haldin voru stofujól.
Lesa meira

Skólastarf á nýrri önn

Nú eru starfsmenn og nemendur skólans komnir í jólafrí.Skólastarfið hefst aftur með skipulagsdegi starfsmanna fimmtudaginn 4.janúar.Fyrsti skóladagur nemenda á nýju ári er föstudagurinn 5.
Lesa meira

Jólamorgunstund og fræðsluerindi

Í gær var jólamorgunstund í Heiðarskóla.Foreldrar og börn sungu saman jólalög og gæddu sér á heitu súkkulaði og meðlæti við kertaljós.Fyrir jólamorgunstundina var foreldrum boðið á fróðlegt og gagnlegt erindi um áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd unglinga.
Lesa meira

Ytra mat - vettvangsheimsókn

Vettvangsskoðun í tengslum við ytra mat fór fram í síðustu viku.Matsmennirnir Birna og Sigríður fylgdust með skólastarfinu í tvo daga, sátu kennslustundir og tóku rýni- og einstaklingsviðtöl.
Lesa meira

Fullveldishátíð 2017

Fullveldishátíðin var haldin hátíðleg 30.nóvember s.l.og börnin voru stolt þegar þau sýndu atriðin sín fyrir troðfullu húsi.Veitingarnar stóðu undir væntingum að vanda, heitt súkkulaði, vöfflur með rjóma og piparkökur.
Lesa meira