Fréttir

Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast til starfa í Skýjaborg

Laus er 100% staða leikskólakennara / leiðbeinanda í leikskólanum Skýjaborg. Helstu verkefni og ábyrgð: • Að vinna að uppeldi og menntun barna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara • Að skipuleggja faglegt starf undir stjórn deildarstjóra Hæfniskröfur: • Leyfisbréf leikskólakennara • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg • Góðir skipulagshæfileikar • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum • Góð íslenskukunnátta Ef ekki fæst leikskólakennari verður litið til menntunar og reynslu. Starfið hentar báðum kynjum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar má finna hjá leikskólastjóra, Eyrúnu Jónu Reynisdóttur, í síma 433 8530 / 892 5510 og á netfanginu eyrun.jona.reynisdottir@hvalfjardarsveit.is Um tímabundið starf er að ræða til og með 5. júlí 2018, með möguleika á sumarvinnu í ágúst. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur um starfið er til 14. apríl næstkomandi og skal umsóknum ásamt starfsferilskrá skilað í tölvupósti til leikskólastjóra á netfangið: eyrun.jona.reynisdottir@hvalfjardarsveit.is.
Lesa meira