Fréttir

Skólaslit Heiðarskóla 2018

Skólaslit Heiðarskóla verða miðvikudaginn 6.júní kl.16:00.Hátíðarathöfn verður í sal skólans þar sem við útskrifum nemendur 10.bekkjar. Eftir athöfn fara aðrir nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur og taka við vitnisburði vetrarins.
Lesa meira

Íþróttadagur Heiðarskóla 2018

Íþróttadagur Heiðarskóla gekk heilt yfir ljómandi vel.Nemendur kepptu í alls kyns íþróttagreinum.Veðrið var lygnt og gott en frekar svalt.Nemendur voru jákvæðir og lögðu sig fram.
Lesa meira

Rýmingaræfing

Á dögunum vorum við með rýmingaræfingu með börnunum.Slökkviliðsstjórinn, Þráinn, kom og fylgdist með.Allir stóðu sig rosalega vel.Engin hræðsla á börnum.Daginn eftir fór brunabjallan aftur í gang vegna brauðristar og voru börnin fljót að bregðast við og ætluðu að drífa sig út.
Lesa meira

Ferð að Bjarteyjarsandi

23.maí fórum við í okkar árlegu ferð að Bjarteyjarsandi með börn 3 ára og eldri.Ferðin tókst mjög vel.Við sáum lömb, kiðlinga, kanínur og kanínuunga, grísi og þeir sem fóru í fjöruna skoðuðu meðal annars krossfiska og krabba.
Lesa meira

Útskriftarferð elstu barna

Í dag fór útskriftarhópurinn okkar í útskriftarferðina sína á Akranes.Þau fóru í skógræktina, bókasafnið, fengu pizzaveislu á galito og fóru á Langasand.Mögnuð ferð og allir glaðir.
Lesa meira

Tómstund í góða veðrinu

Það var gaman í tómstund í góða veðrinu í dag.Börnin léku sér í fjölbreyttum leikjum og ekki annað að sjá en þau væru að njóta sín í frjálsum leik eins og sjá má á myndum sem komnar eru í myndaalbúm.
Lesa meira

Heiðarskóli fær ljósakassa að gjöf

Í gær fengum við góðan gest í heimsókn, Ara Ólafsson, frá Vísindasmiðju Háskóla Íslands.Hann færði skólanum ljósakassa að gjöf.Kassinn var settur saman í tilefni af ári ljóssins og flestir grunnskólar landsins hafa nú þegar fengið kassann.
Lesa meira

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausar stöður fyrir næsta skólaár

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar varð til við sameiningu leikskólans Skýjaborgar og grunnskólans Heiðarskóla árið 2011.Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við Skarðsheiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi.
Lesa meira

Vorsýning sett upp í Stjórnsýsluhúsinu

Komið er að okkar árlegu vorsýningu sem við setjum upp í Stjórnsýsluhúsinu.Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 24.maí næstkomandi kl.10:15.Öllum er velkomið að mæta á opnunarhátíðina okkar.
Lesa meira

Survivordagur 2018

Survivordagurinn var haldinn í Álfholtsskógi s.l.þriðjudag.Veðrið var mjög fjölbreytt; snjókoma,slydda, rigning, sólskin, rok og logn en börnin létu það ekki á sig fá og stóðu sig með stakri prýði í skemmtilegum ratleik í skóginum.
Lesa meira