05.04.2018
Í dag var smásagan Pissupásan eftir Ævar Þór Benediktsson frumflutt á RÚV til að halda upp á Dag barnabókarinnar.Nemendur Heiðarskóla hlustuðu á söguna og unnu verkefni upp úr henni.
Lesa meira
23.03.2018
Árshátíð Heiðarskóla var haldin fyrir fullu húsi í gær. Nemendur í 3.og 4.bekk sýndu leikritið Klikkaða tímavélin og nemendur í unglingadeild sýndu leikritið Fjórir hljómar.
Lesa meira
23.03.2018
Í dag var nemendum okkar á miðstigi boðið í heimsókn í Skógarskóla (gamla Heiðarskóla).Nokkur rússnesk ungmenni eru stödd í Skógarskóla þessa dagana og þau héldu stutta kynningu fyrir nemendur.
Lesa meira
21.03.2018
Í vikunni lauk danskennslu í Heiðarskóla með glæsilegri danssýningu þar sem nemendur sýndu hina ýmsu dansa við mikinn fögnuð áhorfenda.Íris Ósk Einarsdóttir danskennari sá um kennsluna eins og undanfarin ár.
Lesa meira
21.03.2018
Stóra upplestrarkeppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu.Nemendur í 7.bekk hafa frá því í nóvember lagt rækt við vandaðan upplestur og góðan framburð. Það hefur verið frábært að fylgjast með miklum framförum hjá nemendum frá því í nóvember og hefur tekist vel til að vekja nemendur til umhugsunar um vandaðan upplestur og góða framsögn.
Lesa meira
14.03.2018
Hæfileikakeppni Heiðarskóla var haldin í lok febrúar.Margir tóku þátt og erum við þakklát fyrir það enda hæfileikaríkt fólk í Heiðarskóla.Fjölbreytt atriði voru á dagskrá og þökkum við öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni.
Lesa meira
14.03.2018
Að vanda buðum við nemendum okkar upp á skúffuköku eftir samræmd könnunarpróf.Í þetta skiptið voru það nemendur í 9.bekk sem þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku.
Lesa meira
12.03.2018
Árshátíð Heiðarskóla 2018 verður haldin fimmtudaginn 22.mars.Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.
Nemendur í 3.og 4.bekk sýna leikritið Klikkaða tímavélin.
Lesa meira
08.03.2018
Stjörnuhópur byrjaði daginn í gær á að leika sér úti í frímínútum.Eftir frímínútur hittu börnin Örnu kennara.Arna spjallaði við börnin og fór með þeim í smá skólaverkefni.
Lesa meira
02.03.2018
Í þessari viku byrjaði skólasamstarfið okkar aftur eftir frí.Þrátt fyrir töluverða fjarlægð á milli Skýjaborgar og Heiðarskóla leggjum við áherslu á að halda góðu samstarfi skólastiganna.
Lesa meira