Fréttir

Upplestur í Skýjaborg

Börnin í 3.bekk heimsóttu vini sína í leikskólanum Skýjaborg í dag og lásu fyrir þau skemmtilega bók í tilefni af degi íslenskrar tungu.Vel var tekið á móti börninum og þau höfðu gaman að.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var í dag og af því tilefni var stöðvavinna í fyrsta tíma.Nemendum skólans var skipt í aldursblandaða hópa sem leystu fjölbreyttar þrautir hér og þar í skólanum.
Lesa meira

Stjörnuhópur í Heiðarskóla í dag

Skólasamstarfið gengur vel.Á mánudaginn fóru elstu börn leikskólans með yngstu börnum grunnskólans í vettvangsferð í Álfholtsskóg.Börnin léku sér í skóginum, drukku heitan súkkulaðidrykk og höfðu gaman af.
Lesa meira

Kennararnemar í vettvangsnámi

Guðbjörg Perla Jónsdóttir og Sigurrós María Sigubjörnsdóttir hafa verið í vettvangsnámi hjá okkur í vikunni.Þær hafa fengið að kynnast innviðum skólastarfsins og tekið þátt í kennslustundum á öllum aldursstigum.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Heiðarskóli tók að vanda þátt í Norræna skólahlaupinu í blíðskaparveðri síðustu viku.Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.
Lesa meira

Hádegistónleikar í gær

Í gær voru haldnir hádegistónleikar á vegum Tónlistarskólans á Akranesi í matsal skólans.Ljúft var að hlýða á hugljúfa tóna meðan á matmálstíma stóð.Við þökkum Tónlistarskólanum kærlega fyrir okkur.
Lesa meira

Hrekkjavökudagur á yngsta stigi

Í gær mættu alls kyns kynjaverur í skólann þegar nemendur á yngsta stigi héldu svokallaðan hrekkjavökudag.Börnin fóru á hrekkjavökuball, gæddu sér á poppkorni, nammi og drukku rauðan djús.
Lesa meira

Slysavarnardeildin Líf færir nemendum endurskinsmerki

Í dag fengum við góða gesti þegar fulltrúar frá Slysavarnardeildinni Líf á Akranesi færðu nemendum skólans endurskinsmerki að gjöf.Við þökkum Slysavarnardeildinni kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf og hvetjum nemendur skólans til að nota endurskinmerki nú þegar svartasta skammdegið er framundan.
Lesa meira

Bangsa- og náttfatadagur

Í dag er alþjóðlegi bangsadagurinn og því voru bangsar sérstaklega velkomnir með í leikskólann í dag.Að gamni höfðum við einnig náttfatadag.Mikil gleði var hjá börnunum og mættu bangsar af öllum stærðum og gerðum í leikskólann og börn í alls kyns náttfötum.
Lesa meira

Bókasafnskerfi tekið í notkun

Síðastliðinn miðvikudag tók skólabókasafn Heiðarskóla bóksafnskerfið Gegni í notkun.Gegnir er það kerfi sem algengast er að bókasöfn á Íslandi noti.Safnkosturinn er skráður í miðlægan gagnagrunn og getur hver sem er skoðað hvort bók er til á safninu okkar með því að kíkja inn á leitir.
Lesa meira